„Það er betra að gefa en þiggja“

Stuðningsmenn Juventus með treyjur Cristiano Ronaldo.
Stuðningsmenn Juventus með treyjur Cristiano Ronaldo. AFP

Kólumbíski landsliðsmaðurinn Juan Cuadrado, leikmaður Ítalíumeistara Juventus, ætlar að eftirláta Cristiano Ronaldo treyju númer 7 hjá félaginu en sjöan hefur verið vörumerki portúgölsku stórstjörnunnar sem í vikunni samdi við Juventus.

Cuadrado hefur spilað í treyju númer 7 hjá Juventus síðustu tímabilin en hann hefur nú ákveðið að leyfa Ronaldo að spila í treyju með uppáhaldsnúmeri sínu.

„Það er betra að gefa en að þiggja. Blessun til Ronaldo í þessu nýja ævintýri,“ skrifar Cuadrado á Instagram-síðu sína.

Ronaldo mun gangast undir læknisskoðun hjá Juventus á mánudaginn og verður eftir það formlega kynntur til leiks hjá félaginu. Samningur hans til fjögurra ára og mun hann fá sem svarar 72 milljónum króna í laun á viku sem er fjórum sinnum hærri upphæð en næst launahæsti leikmaður félagsins mun fá.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BlGYvuLF_sA/" target="_blank">Más bienaventurado es dar que recibir; bendiciones 🙏🏾Panita @cristiano en esta nueva aventura 💪🏾💪🏾#finoallafine #forzajuve🏳️🏴</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/cuadrado/" target="_blank"> Juan Cuadrado</a> (@cuadrado) on Jul 11, 2018 at 10:29am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert