Barcelona reynir við Kanté

N'Golo Kanté er eftirsóttur.
N'Golo Kanté er eftirsóttur. AFP

Barcelona hefur mikinn áhuga á að fá franska miðjumanninn N'Golo Kanté frá Chelsea. André Gomes gæti farið í hina áttina í staðinn. Sky á Ítalíu greinir frá. 

Chelsea vill helst ekki missa Kanté, en peningur og leikmaður gæti reynst freistandi tilboð fyrir enska knattspyrnufélagið. Chelsea borgaði 32 milljónir punda fyrir Kanté á sínum tíma og varð hann Englandsmeistari tvö ár í röð, fyrst með Leicester svo Chelsea.

Kanté verður líklegast í byrjunarliði Frakka sem mæta Króatíu í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn kemur. André Gomes var ekki í landsliðshópi Portúgals á HM og Barcelona ku vilja losa sig við leikmanninn. 

mbl.is