Of dýr fyrir Manchester City

Mateo Kovacic í leik gegn Rússum á HM.
Mateo Kovacic í leik gegn Rússum á HM. AFP

Manchester City hefur áhuga á að fá króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic til félagsins en Real Madrid vill fá 80 milljónir punda fyrir leikmanninn. Forráðamenn Manchester City telja það hins vegar of mikið.

Kovacic var í liði Króata sem fór alla leið í úrslit á HM í Rússlandi, en hann hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Inter árið 2015. 

City hefur einnig sýnt Mario Lemina, miðjumanni Southampton, áhuga, en ekki er ljóst að Englandsmeistararnir styrki sig frekar fyrir komandi tímabil, þrátt fyrir að þeir misstu af Joginho sem fór til Chelsea. 

Samkvæmt Sky Sports er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ánægður með leikmannahóp sinn eftir að félagið gekk frá kaupum á Riyad Mahrez frá Leicester fyrr í mánuðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert