Allt öðruvísi tímabil en hann er vanur

Guðlaugur Victor Pálsson berst um boltann.
Guðlaugur Victor Pálsson berst um boltann.

Guðlaugur Victor Pálsson, fyrirliði Zürich í Sviss, hefur komið víða við á tiltölulega stuttum knattspyrnuferli. Hann er 27 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað með átta atvinnumannaliðum. Hann vonast til þess að eyða næstu árum í Sviss en ef það er eitthvað sem fótboltinn hefur kennt leikmanninum þá er það sú staðreynd að þú getur ekki gengið að neinu vísu í knattspyrnuheiminum í dag. Hann er mjög spenntur fyrir komandi tímabili en liðið tekur á móti Thun í svissnesku úrvalsdeildinni á sunnudaginn næsta. Þá tekur liðið þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fjórða sinn í sögu félagsins í ár.

„Það er mikil eftirvænting í Zürich að hefja þetta tímabil. Þetta er öðruvísi núna en oft áður þar sem við erum í Evrópudeildinni og það eru allir hjá félaginu mjög spenntir fyrir henni. Markmiðin heima fyrir eru svo að berjast á toppnum í svissnesku úrvalsdeildinni og gera vel í bikarkeppninni eins og á síðustu leiktíð,“ segir hann en liðið varð svissneskur bikarmeistari á síðustu leiktíð eftir 2:1-sigur á Young Boys í Bern.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert