Þjálfari Rosenborg rekinn eftir Valsleikinn

Niclas Bendtner skorar úr annarri af tveimur vítaspyrnum sínum í …
Niclas Bendtner skorar úr annarri af tveimur vítaspyrnum sínum í gærkvöldi. Ljósmynd/NTB scanpix

Norsku meistararnir í Rosenborg hafa rekið Kåre Ingebrigtsen úr starfi aðalþjálfara liðsins, aðeins einum degi eftir að liðið sló út Valsara í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Rosenborg sló út Íslandsmeistara Val í hádramatískum leik í Þrándheimi í gær en heimamenn fengu afar umdeilda vítaspyrnu undir lok leiks sem tryggði þeim áfram.

Rosenborg situr í 2. sæti norsku efstu deildarinnar eftir 16 umferðir, tveimur stigum frá toppliði Brann en Ingebrigtsen tók við liðinu árið 2014 og gerði það að norskum meisturum þrisvar, 2015, 2016 og 2017.

 Einn Íslendingur leikur með Rosenborg, Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson, en Ingebrigtsen fékk hann til félagsins árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert