Öflugir andstæðingar bíða Stjörnunnar og FH-inga

FH er komið áfram eftir sigur á Lahti.
FH er komið áfram eftir sigur á Lahti. mbl/Arnþór Birkisson

Stjarnan fer í stutta ferð til Kaupmannahafnar en FH-ingar leggja land undir fót og fara til Ísraels. Það er niðurstaðan eftir að liðin komust bæði í 2. umferð Evrópudeildar UEFA í fótbolta í gærkvöld.

Stjörnumenn byrja á heimavelli gegn danska félaginu FC Köbenhavn en liðin mætast í Garðabæ í næstu viku og á Parken í dönsku höfuðborginni viku síðar.

Danirnir lentu í miklum vandræðum með KuPS Kuopio frá Finnlandi í gærkvöld, þrátt fyrir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli, 1:0. Finnarnir komust yfir á 75. mínútu og útlit var fyrir framlengingu. FCK fékk vítaspyrnu og úr henni jafnaði Denis Vavaro, 1:1, sem dugði danska liðinu.

Sjáðu greinina um næstu andstæðinga FH og Stjörnunnar í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert