Tveir íslenskir fyrirliðar í dag

Rúnar Már Sigurjónsson fagnar marki fyrir Grasshoppers í Evrópuleik gegn …
Rúnar Már Sigurjónsson fagnar marki fyrir Grasshoppers í Evrópuleik gegn KR. Ljósmynd/Andy Mueller/freshfocus

Fyrsta umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fer fram um helgina og tveir Íslendingar spila í deildinni. Svo skemmtilega vill til að þeir eru báðir fyrirliðar sinna liða í fyrsta leik nýs tímabils og hefja báðir leik klukkan 14 að íslenskum tíma.

Guðlaugur Victor Pálsson tók við fyrirliðabandinu hjá Zürich síðasta vetur, eftir að hafa komið þangað síðsumars frá Esbjerg í Danmörku. Hann leiðir sína menn inn á heimavöll Zürich í dag þegar liðið tekur á móti Thun í fyrstu umferðinni.

Rúnar Már Sigurjónsson var lánaður frá Grasshoppers til St. Gallen í sömu deild seinni hluta síðasta tímabils, var þá ekki í náðinni hjá Murat Yakin þjálfara liðsins, en sneri aftur í sumar og leikur nú undir stjórn nýs þjálfara, Thorsten Fink. Hann hefur nú látið Rúnar fá fyrirliðabandið og Rúnar fer fyrir sínum mönnum í Bern í dag þegar Grasshoppers leikur þar gegn meisturunum Young Boys.

Guðlaugur Victor Pálsson í leik með Zürich.
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með Zürich. Ljósmynd/Zürich
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert