Sýndi Karius samstöðu með myndbandi af eigin mistökum

Loris Karius hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan í …
Loris Karius hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan í úrslitum Meistaradeildarinnar. AFP

Iker Casillas, fyrrverandi fyrirliði spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, kom Loris Karius, markmanni Liverpool, til varnar á dögunum. Karius gerði sig sekan um tvenn slæm mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí sem kostuðu Liverpool leikinn. Þá hefur Þjóðverjinn haldið uppteknum hætti á undirbúningstímabilinu og gert sinn skerf af mistökum, stuðningsmönnum Liverpool til mikillar mæðu.

Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni, aðallega á samfélagsmiðlum, þar sem honum hefur verið úthúðað nánast daglega frá úrslitaleiknum í Kiev í Meistaradeildinni. Casillas kom honum til varnar á dögunum og bað fólk vinsamlegast um að láta hann í friði en spænski markmaðurinn virti myndband á Twitter í gær af sínum stærstu mistökum á ferlinum til þess að sýna Karius samhug.

„Á bakvið allar manneskjur er einstaklingur. Vinsamlegast réttið upp hönd ef þið hafið aldrei gert mistök á lífsleiðinni. Mistök eru til þess að læra af þeim og þau gera okkur að betri manneskjum," sagði Casillas á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert