Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut

Tryggvi Hrafn.
Tryggvi Hrafn. Ljósmynd/Heimasíða Halmstad

Tryggvi Hrafn Haraldsson og félagar í Halmstad unnu 2:1-sigur á Degerfors í sænsku B-deildinni í dag.

Gestirnir í Degerfors komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Tryggvi lagði upp jöfnunarmark á hinn japanska Kosuke Kinoshita. Japaninn var svo aftur á ferðinni undir lok leiks til að tryggja heimamönnum dýrmæt þrjú stig en Halmstad er í mikill toppbaráttu. Liðið hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum og aðeins unnið tvo af síðustu fjórum.

Tryggvi var tekinn af velli á 67. mínútu leiksins en Höskuldur Gunnlaugsson var ónotaður varamaður í dag. Halmstad er áfram í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Andra Rúnari Bjarnasyni og félögum í Helsingborg í öðru sætinu, og fimm stigum á eftir toppliði Falkenberg.

mbl.is