Jafnt hjá Arnóri á heimavelli

Arnór Ingvi í leik með Malmö.
Arnór Ingvi í leik með Malmö. Twitter/MalmöFF

Arnór Ingvi Traustason og félagar hjá sænska liðinu Malmö gerðu 1:1-jafntefli gegn Vidi frá Ungverjalandi í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Arnór skoraði glæsilegt mark á heimavelli til að tryggja lið Malmö áfram í síðustu umferð en hann átti erfitt uppdráttar í kvöld og var tekinn af velli í hálfleik með hausverk. Meiðslin eru ekki talin alvarleg. Eftir klukkustundarleik tókst heimamönnum svo að komast yfir með marki frá Anders Christiansen en gestirnir jöfnuðu tíu mínútum síðar með marki Loic Nego.

Arnór og félagar í Malmö þurfa nú að sækja sigur eða skora í jafnteflisleik í Ungverjalandi í næstu viku, ætli þeir sér áfram. Takist þeim það, mæta þeir annaðhvort Celtic eða AEK í næstu um­ferð en Arnór var einmitt í herbúðum AEK á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert