Lífið í Dijon draumi líkast

Rúnar Alex Rúnarsson með markmannsþjálfaranum Laurent Weber á æfingu með …
Rúnar Alex Rúnarsson með markmannsþjálfaranum Laurent Weber á æfingu með franska liðinu Dijon. Ljósmynd/dfco.fr

„Ég er bara vikilega spenntur fyrir tímabilinu og að fá nýja sýn á hlutina,“ sagði landsliðmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson í viðtali við Morgunblaðið en tímabilið hjá honum og félögum hans í Dijon fer af stað í dag þegar liðið mætir Montpellier í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Rúnar Alex, sem er 23 ára gamall markmaður, kom til Dijon fyrir þetta tímabil frá Nordsjælland þar sem hann átti góðu gengi að fagna.

Dijon, sem matgæðingar tengja sennilega frekar við sinnep heldur en fótboltalið, er staðsett í samnefndri borg í Burgundy-héraði í austurhluta Frakklands. Rúnar Alex bar borginni söguna vel og sagði að lífið þar væri ljúft: „Okkur líkar mjög vel hérna, mér og kærustunni. Við erum búin að koma okkur vel fyrir í flottri íbúð. Bærinn er virkilega huggulegur. Þetta er svona týpískur gamall franskur bær og mjög fallegur. Mikið af góðum mat og fallegum byggingum. Þetta er eiginlega draumi líkast.“

Sjá viðtal  við Rúnar Alex í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert