Messi íhugar að kalla þetta gott

Lionel Messi gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik.
Lionel Messi gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lionel Messi, sóknarmaður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, íhugar nú að leggja landsliðsskóna á hilluna en það er TNT Sport sem greinir frá þessu. Messi átti ekki gott heimsmeistaramót með Argentínu en liðið féll úr leik í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi eftir 4:3-tap gegn Frakklandi í Kazan.

Lionel Scaloni var ráðinn tímabundinn þjálfari liðsins eftir að Jorge Sampaoli var látinn taka pokann sinn eftir mótið. Það er hins vegar óvíst hversu lengi hann verður með liðið en argentínska knattspyrnusambandið stefnir á að ráða nýjan þjálfara áður en árið 2019 gengur í garð.

Messi mun þá ræða við nýjan þjálfara, þegar þar að kemur en óvíst er að hann muni taka þátt í næstu vináttuleikjum liðsins gegn Guatemala og Kólumbíu í Bandaríkjunum í september. 

mbl.is