Modric vill spila á Ítalíu

Luka Modric í leik með Real Madrid.
Luka Modric í leik með Real Madrid. AFP

Orðrómurinn um að króatíski knattspyrnumaðurinn Luka Modric sé á leiðinni til Inter er orðinn ansi þrálátur. Einhver fótur virðist vera fyrir honum því að umboðsmaður hans lét hafa það eftir sér við ítalska fjölmiðla að hann dreymdi um að spila á Ítalíu:

„Ég hef það á tilfinningunni að Modric muni fyrr en seinna spila á Ítalíu. Hann ólst upp með ítalska fótboltanum í sjónvarpinu.“  

Það verður þó að teljast ósennilegt að Real Madrid sé tilbúið að leyfa honum að fara. Modric hefur verið alger lykilmaður í liði Madrid undanfarin ár og fyrst að Ronaldo var seldur til Juventus er ekki líklegt að þeir vilji selja aðra stórstjörnu.

Julen Lopetegui, þjálfari Real Mardid, hefur lagt áherslu á það við fjölmiðla að Modric sé ekki til sölu og forseti Real Madrid, Florentino Pérez, hefur gantast með Modric megi fara til Inter ef liðið borgi 670 milljóna punda lágmarksklásúluna sem er í samningi hans.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert