Subasic þriðji leikmaður Króata sem hættir

Danijel Subasic hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.
Danijel Subasic hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. AFP

Markmaðurinn Danijel Subasic tilkynnti það í dag að hann væri hættur að leika með króatíska landsliðinu í knattspyrnu. Subasic er þriðji leikmaður króatíska landsliðsins, sem vann til silfurverðlauna á HM í Rússlandi, til þess að leggja landsliðsskóna á hilluna síðan mótinu lauk.

Króatar töpuðu í úrslitum heimsmeistaramótsins fyrir Frökkum, 4:2, í Moskvu en Subasic er orðinn 33 ára gamall. Vedran Corluka og Mario Mandzukic tilkynntu báðir á dögunum að þeir væru hættir með landsliðinu.

„Það er kominn tími til þess að kveðja mína uppáhaldstreyju eftir tíu frábær ár eftir með landsliðinu. Það sem mestu máli skiptir er að ég er orðinn saddur og sæll. Ég er ánægður með þessa ákvörðun og stoltur af því að hafa fengið að klæðast fallegustu treyju í heimi,“ sagði Subasic í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert