Lygilegur Evrópuleikur í Rússlandi

Það vantaði ekki öryggisgæsluna í Pétursborg í kvöld.
Það vantaði ekki öryggisgæsluna í Pétursborg í kvöld. AFP

Rússneska úrvalsdeildarliðið Zenit frá Pétursborg er komið áfram í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 8:1-sigur á Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússlandi í síðari leik liðanna í kvöld. Zenit var hins vegar langt frá því að vera með yfirburði í einvíginu. 

Dinamo Minsk vann fyrri leikinn á heimavelli sínum, 4:0. Staðan í hálfleik í dag var 1:0, Zenit í vil. Christian Noboa breytti stöðunni í 2:0 á 66. mínútu en margir héldu að vonir Zenit um að komast áfram væru úr sögunni á 72. mínútu er Leondro Paredes fékk sitt annað gula spjald. 

Rússneska liðið gafst hins vegar ekki upp og Artem Dzjuba skoraði tvö mörk á síðasta kortérinu og tryggði Zenit framlengingu. Seidu Yahaya kom Dinamo Minsk yfir á 99. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hluta framlengingarinnar. 

Zenit þurfti því tvö mörk í síðari hluta framlengingarinnar. Liðið gerði gott betur og skoraði fjögur og tryggði sig áfram með ótrúlegum 8:5 samanlögðum sigri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert