Ospina lánaður til Napoli

David Ospina var aðalmarkmaður Kólumbíu á HM í Rússlandi.
David Ospina var aðalmarkmaður Kólumbíu á HM í Rússlandi. AFP

Kólumbíski markmaðurinn David Ospina leikur með ítalska liðinu Napoli á komandi leiktíð. Hann kemur til félagsins á lánssamningi frá Arsenal. Ospina er þriðji markmaðurinn sem Napoli fær til sín í sumar. 

Alex Meret og Orestis Karnezis höfðu áður gengið í raðir Napoli, báðir frá Udinese. Pepe Reina, Rafael og Luigi Sepe yfirgáfu allir Napoli fyrr í sumar. 

Ospina kom til Arsenal árið 2014 frá Nice, en eftir komu Bernd Leno til félagsins var Ospina orðinn þriðji kostur á eftir Þjóðverjanum og Petr Cech. 

mbl.is