Sara og Wolfsburg fara til Akureyrar

Þór/KA mætir Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þór/KA mætir Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ljósmynd/Einar Sigtryggsson

Dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Nyon í Sviss í dag. Íslandsmeistarar Þórs/KA drógust gegn Þýskalandsmeisturum Wolfsburg en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, leikur með liðinu. Wolfsburg lék til úrslita í Meistaradeildinni í vor en tapaði fyrir Lyon í framlengdum leik, 4:1, í Kiev.

Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård mæta rússneska liðinu Ryazan-VDV og þá mætir Lillestrøm, sem Sigríður Lára Garðasdóttir gekk til liðs við í vikunni, liði Zvezda-2005 frá Rússlandi.

María Þórisdóttir og Chelsea mæta svo SFK 2000 frá Bosníu en dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Honka - FC Zürich
Fiorentina  - Fortuna Hjørring  
Ajax - Sparta Praha
Avaldsnes - Lyon
Ryazan-VDV - FC Rosengård
Juventus - Brøndby  
SFK 2000 Sarajevo - Chelsea
Atlético Madrid - Manchester City
Þór/KA - Wolfsburg
Gintra Universitetas - Slavia Praha
BIIK-Kazygurt - Barcelona
Somatio Barcelona FA - Glasgow City
ŽFK Spartak - Bayern München 
St. Pölten - Paris Saint-Germain  
WFC Kharkiv - Linköping 
LSK Kvinner - Zvezda-2005 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert