Rúnar hélt hreinu í góðum sigri

Rúnar Alex Rúnarsson fer vel af stað með Dijon.
Rúnar Alex Rúnarsson fer vel af stað með Dijon. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í frönsku A-deildinni í fótbolta. Dijon hafði betur á móti Nantes á heimavelli í kvöld, 2:0. 

Rúnar stóð á milli stanga Dijon í leiknum og hélt í fyrsta skipti hreinu sem leikmaður franska liðsins. Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahópi Nantes. 

Dijon er í öðru sæti deildarinnar með sex stig, eins og topplið PSG, sem er með betri markatölu. Næsti leikur Rúnars og félaga er á móti Nice á útivelli. 

mbl.is