4. deildarlið sló bikarmeistarana úr leik

Robert Lewandowski fagnar marki sínu.
Robert Lewandowski fagnar marki sínu. AFP

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í 1. umferð þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær.

Eintracht Frankfurt, sem er ríkjandi bikarmeistari, féll úr leik þegar það tapaði fyrir 4. deildarliðinu Ulm 2:1. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkjandi bikarmeistarar falla úr leik í 1. umferðinni síðan 1996 en þá tapaði Kaiserslautern fyrir Greuther Furth.

Þýsku meistararnir í Bayern München lentu líka í kröppum dansi gegn 4. deildarliði en Bæjarar mörðu 1:0 sigur á móti Drochtersen/Assel. Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins sem kom á 81. mínútu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert