Real Madrid byrjar á sigri

Leikmenn Real Madrid fagna marki Gareth Bale í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna marki Gareth Bale í kvöld. AFP

Real Madrid tók á móti Getafe í 1. umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 2:0-sigri heimamanna. Það var Daniel Carvajal sem kom Real yfir á 20. mínútu og staðan því 1:0 í hálfleik.

Gareth Bale bætti við öðru marki heimamanna á 51. mínútu en ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Real Madrid byrjar því tímabilið á Spáni með sigri. Það vakti athygli í leiknum að Keylor Navas byrjaði í markinu.

Thibaut Courtois, nýjasti leikmaður liðsins, var því á varamannabekknum en Real Madrid borgaði Chelsea 35 milljónir punda fyrir markmanninn á dögunum en hann var valinn besti markmaður heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar þar sem að Belgar enduðu í þriðja sæti eftir 2:0-sigur gegn Englandi í leik um bronsið í Pétursborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert