Steven Gerrard vill banna gervigras

Steven Gerrard er ekki hrifinn af gervigrasinu.
Steven Gerrard er ekki hrifinn af gervigrasinu.

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi, segir að gervigras ætti að vera bannað á efsta stigi íþróttarinnar eftir að leikmaður hans, Jamie Murphy, meiddist alvarlega á slíku undirlagi í kvöld.

Rangers vann 3:1-útisigur gegn Kilmarnock í skoska bikarnum en liðið spilar alla sína heimaleiki á gervigrasi. Murphy meiddist á hné og telur Gerrard að hann verði lengi frá.

„Við verðum að bíða og sjá en við óttumst það versta,“ sagði Liverpool-goðsögnin eftir leik. „Ég er ekki hérna til að sýna aðstöðu Kilmarnock virðingarleysi og ég veit að gervigrasvellir eru hagkvæmir fyrir reksturinn. En að mínu mati á gervigras ekki heima á hæsta stigi íþróttarinnar. Það er öruggara að spila á grasi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert