Emil beið afhroð í fyrsta leik

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Frosinone, lið Emils Hallfreðssonar, fór skelfilega af stað í A-deildinni í kvöld er það heimsótti Atalanta og tapaði stórt, 4:0.

Frosinone er nýliði í deildinni og fékk meðal annars Emil til liðs við sig í sumar frá Udinese en hann var í byrjunarliðinu í dag og spilaði allan leikinn á miðjunni. Íslenski landsliðsmaðurinn gat þó lítið gert í yfirburðum heimamanna í kvöld.

Alejandro Gómez skoraði fyrsta markið á 14. mínútu áður en að Hanes Hateboer og Mario Pasalic bættu við mörkum í síðari hálfleik. Gómez innsiglaði svo stórsigurinn í uppbótartíma með öðru marki sínu en Emil og félagar í Frosinone áttu ekki eitt einasta skot á markið í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert