Paulinho farið á kostum í Kína

Paulinho í leik með brasilíska landsliðinu í Rússlandi.
Paulinho í leik með brasilíska landsliðinu í Rússlandi. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Paulinho hefur farið frábærlega af stað með Guangzhou Evergrande síðan hann kom þangað frá Barcelona í sumar. Guangzhou er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar aðeins þremur stigum á eftir toppliðinu með leik til góða. 

Um helgina skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 5:0 sigri Guangzhou á Tianjin Quanjian.

Í síðustu sjö leikjum hefur Paulinho skorað sjö mörk og lagt upp þrjú. Hann hefur því þegar lagt upp jafnmörg mörk og hann gerði allt tímabilið í fyrra með Barcelona-meistaratitilinn.

Paulinho, sem er 30 ára gamall, á 55 landsleiki fyrir Brasilíu. Hann hefur farið víða á sínum ferli og spilaði meðal annars með litháenska liðinu FC Vilnus árið 2006 og Tottenham á árunum 2013-2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert