Balotelli verður um kyrrt

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli mun halda áfram að spila með Nice í efstu deild í Frakklandi út tímabilið. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en framtíð Balotelli hefur verið í mikilli óvissu eftir að hann neitaði að mæta á æfingar á undirbúningstímabilinu.  

Í allt sumar var Balotelli orðaður við lið eins og Marseille og Napoli en nú er ljóst að hann heldur áfram hjá Nice.

„Ákvörðunin hefur verið tekin. Mario Balotelli hefur ákveðið að vera áfram hjá OGC Nice. Hinn 28 ára gamli landsliðsmaður Ítalíu hefur lýst yfir þessum vilja sínum við stjórn Nice,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Eftir mörg mögur ár tókst Balotelli loksins að snúa við blaðinu þegar hann skrifaði undir samning við Nice. Á síðustu tveimur leiktímabilum hefur Balotelli spilað 66 leiki fyrir Nice og skorað í þeim 43 mörk. 

Næsti leikur Balotelli og félaga verður gegn Dijon. Þess má geta að í liði Dijon er íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur farið ljómandi vel af stað síðan hann kom til liðsins í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert