Henry vill taka við Bordeaux

Thierry Henry var aðstoðarþjálfari Belga á HM í Rússlandi.
Thierry Henry var aðstoðarþjálfari Belga á HM í Rússlandi. AFP

Arsenal-goðsögnin Thierry Henry er áhugasamur að taka við sem knattspyrnustjóri Bordeaux. Þetta segir fyrrverandi þjálfari hans Arsene Wenger. Bordeaux er að öllum líkindum í leit að nýjum þjálfara eftir að hafa sett sinn núverandi þjálfara, Gus Poyet, í bann eftir að hann húðskammað forráðamenn félagsins í fjölmiðlum fyrir söluna á Gaetan Laborde til Montpellier.

Wenger segir að Henry hafi það sem þarf til þess að ná árangri sem þjálfari:

„Já, hann (Henry) vill gera það. Hann er klár og hann hefur getuna til þess.“

Wenger varaði Henry þó við að þjálfarastarfið tæki mikinn tíma frá fjölskyldu og vinum:

„Stóra spurningin sem við þurfum alltaf að spyrja okkur; erum við tilbúin að fórna lífi okkur fyrir þjálfarastarfið? Að vera ástríðufullur er sjálfselskt starf. Þegar þú ert ástríðufullur tekur það tíma frá þeim sem þú elskar.“  

Henry hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Belga síðan 2016 sem unnu til bronsverðlauna á HM í Rússlandi í sumar. Henry hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að fara af fullum krafti út í þjálfun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert