Frakkar og Þjóðverjar mætast í fyrsta leik

Olivier Giroud og félagar hans í franska landsliðinu mæta Þjóðverjum …
Olivier Giroud og félagar hans í franska landsliðinu mæta Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA í kvöld. AFP

Stórveldin Þýskaland og Frakkland mætast í kvöld í fyrsta leik A-deildarinnar í Þjóðadeild UEFA. Þau eru í 1. riðli deildarinnar og óhætt er að segja að þriðja liðið í riðlinum sé líka knattspyrnustórveldi í sögulegu samhengi því það er Holland, sem situr hjá í fyrstu umferðinni.

Riðlarnir fjórir í A-deild Þjóðadeildarinnar eru þannig skipaðir:

1. riðill:

Frakkland, Þýskaland, Holland.

2. riðill:

Belgía, Ísland, Sviss.

3. riðill:

Ítalía, Pólland, Portúgal.

4. riðill:

Króatía, England, Spánn.

Ísland tekur á móti Belgíu á Laugardalsvellinum næsta þriðjudag, 11. september, og fær Sviss í heimsókn 15. október en endar riðilinn á útileik gegn Belgum 15. nóvember.

Tólf lið leika í B-deildinni á sama hátt og þeim er líka skipt í fjóra riðla. Fimmtán lið leika í C-deild og sextán lið í D-deild.

B-DEILD:

1: Tékkland, Slóvakía, Úkraína.

2: Rússland, Svíþjóð, Tyrkland.

3: Austurríki, Bosnía, N-Írland.

4: Danmörk, Írland, Wales.

C-DEILD:

1: Albanía, Ísrael, Skotland.

2: Eistland, Finnland, Grikkland, Ungverjaland.

3: Búlgaría, Kýpur, Noregur, Slóvenía.

4: Litháen, Svartfjallaland, Rúmenía, Serbía.

D-DEILD:

1: Andorra, Georgía, Kasakstan, Lettland.

2: Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Moldóva, San Marínó.

3: Aserbaídsjan, Færeyjar, Kósóvó, Malta.

4: Armenía, Makedónía, Gíbraltar, Liechtenstein.

Leikin er tvöföld umferð í öllum deildum og er spilað í september, október og nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert