Sigríður Lára skoraði fyrir meistarana

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lillestrøm í ...
Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lillestrøm í dag.

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Noregsmeistara Lillestrøm í 4:1-sigri gegn Avaldsnes í efstu deild Noregs í fótbolta í dag. Hún gulltryggði sigurinn með fjórða markinu á 89. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Sigríður Lára kom inn á sem varamaður á 73. mínútu og skoraði korteri síðar. Lillestrøm er með mikla yfirburði í deildinni og með 17 stiga forskot á Klepp sem er í öðru sæti. 

Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn fyrir Røa í 4:3-útisigri á Lyn. Røa er í fimmta sæti með 26 stig. 

mbl.is