Evrópumeistararnir byrjuðu vel í Þjóðadeildinni

Andre Silva að skora sigurmark Portúgala gegn Ítölum í kvöld.
Andre Silva að skora sigurmark Portúgala gegn Ítölum í kvöld. AFP

Einn leikur fór fram í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í kvöld. Evrópumeistarar Portúgala, án stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo, höfðu betur gegn Ítölum 1:0.

Andre Silva skoraði sigurmarkið á 48. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti leikur Porúgala en Ítalir gerðu 1:1 jafntefli gegn Pólverjum á föstudaginn. Portúgalar höfðu ekki unnið mótsleik á móti Ítölum síðan árið 1957.

Í B-deildinni fóru Svíar illa að ráði sínu en þeir töpuðu fyrir Tyrkjum 3:2 eftir að hafa komist í 2:0. Isaac Kiese Thelin og Viktor Claesson komu Svíum í 3:0 en Tyrkir voru ekki af baki dottnir. Þeir skoruðu þrjú mörk á síðustu 40 mínútum leiksins. Hakan Calhanoglu minnkaði muninn á 51. mínútu og á lokamínútunum skoraði Emre Akbaba í tvígang. Svíar og Rússar eru með 3 stig en Svíar eru án stiga.

Í C-deildinni fögnuðu Skotar 2:0 sigri á móti Albönum. Fyrra markið var sjálfsmark en það síðara skoraði Steven Naismith.

Í D-deildinni þurfti Gunnar Nielsen, markvörður Færeyinga og FH, að sækja boltann tvívegis í net sitt en Færeyingar töpuðu á útivelli gegn Kósóvum. Þetta var fyrsti sigur Kósóvó í mótleik en landslið Kósóvó lék sinn fyrsta landsleik árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert