Ógnvænlegt byrjunarlið Belgíu

Romelu Lukaku fagnar marki með Hazard-bræðrunum Eden og Thorgan í ...
Romelu Lukaku fagnar marki með Hazard-bræðrunum Eden og Thorgan í 4:0-sigrinum á Skotlandi í vináttulandsleik á föstudaginn. AFP

Ljóst er að við ramman reip verður að draga hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir bronsliði HM, Belgíu, í Þjóðadeildinni annað kvöld kl. 18.45 á Laugardalsvelli.

Þó að í lið Belgíu vanti öfluga leikmenn á borð við Kevin De Bruyne og Marouane Fellaini, vegna meiðsla, er enginn hörgull á stórstjörnum í liðinu. Skærastar þeirra eru líklega Eden Hazard úr Chelsea, Romelu Lukaku úr Manchester United og markvörðurinn Thibaut Courtois úr Real Madrid. Á vef UEFA segir að hugsanlegt byrjunarlið Belgíu verði svona skipað:

Mark: Thibaut Courtois (Real Madrid).

Vörn: Toby Alderweireld (Tottenham), Vincent Kompany (Man. City), Jan Vertonghen (Tottenham).

Miðja: Thomas Meunier (PSG), Youri Tielemans (Monaco), Axel Witsel (Dortmund), Yannick Carrasco (Dalian Yifang).

Sókn: Dries Mertens (Napoli), Romelu Lukaku (Man. Utd) og Eden Hazard (Chelsea).

mbl.is