Strákarnir náðu fram hefndum

Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðsins,
Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðsins, mbl.is/Eggert Jóhannesson

U19 ára lið karla í knattspyrnu vann 4:1 sigur gegn Albönum í Albaníu í dag og tókst þar með að bæta fyrir 1:0 tapið á föstudaginn.

Arnór Borg Guðjohnsen skoraði tvö af mörkum íslenska liðsins og þeir Birkir Heimisson og Viktor Örlygur Andrason skoruðu sitt markið hvor en leikirnir við Albaníu voru liður í undirbúning U19 ára landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins.

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:

Elías Rafn Ólafsson

Sigurjón Rúnarsson

Birkir Heimisson

Aron Ingi Andreasson

Sævar Atli Magnússon

Ísak Óli Ólafsson

Dagur Dan Þórhallsson

Hjalti Sigurðsson

Kolbeinn Þórðarson

Viktor Örlygur Andrason

Stefán Árni Geirssonmbl.is