Bestu kaup sumarsins í Laugardal í kvöld

Thibaut Courtois á æfingu á Laugardalsvelli í gærkvöld.
Thibaut Courtois á æfingu á Laugardalsvelli í gærkvöld. mbl.is/Eggert

Íþróttarannsóknastofnunin CIES hefur nú birt yfirlit yfir bestu kaup sumarsins í fótboltaheiminum. Liverpool gerði bestu kaup enskra knattspyrnufélaga.

Á listanum er farið yfir það á hvaða verði leikmenn voru keyptir og skoðað hve miklu munar á því verði og verðmati CIES. Í ljós kemur að Real Madrid gerði bestu kaupin með því að næla í markvörðinn Thibaut Courtois, sem verður í eldlínunni með belgíska landsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld.

Courtois kom til Real frá Chelsea fyrir aðeins 40 milljónir evra en er metinn á 62,6 milljónir evra hjá CIES. Munurinn er því 22,6 milljónir evra.

Hér að neðan má sjá bestu kaup sumarsins. Fyrsti dálkur sýnir verðið sem leikmenn voru keyptir á, næsti dálkur verðmat og þriðji dálkur mismuninn. Verðið er í milljónum evra.

Listinn yfir bestu kaup sumarsins að mati CIES.
Listinn yfir bestu kaup sumarsins að mati CIES. Ljósmynd/skjáskot
mbl.is