Hættir með Tékka eftir sögulegt tap

Karel Jarolim fylgist með tapinu gegn Rússum í gær.
Karel Jarolim fylgist með tapinu gegn Rússum í gær. AFP

Tékkneska knattspyrnusambandið og þjálfarinn Karel Jarolim hafa komist að samkomulagi um að Jarolim hætti sem þjálfari karlalandsliðs þjóðarinnar.

Síðasti leikur Tékka undir stjórn Jarolim var 5:1-tap gegn Rússlandi í vináttulandsleik í Rostov í gær, en það er versta tap Tékklands frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1993.

„Mér líður hræðilega. Ég býst við að ég eigi skilið opinbera aftöku. Þetta er allt mér að kenna,“ sagði Jarolim. Áður hafði honum mistekist að koma Tékklandi á HM í Rússlandi.

Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandinu segir að á næstu dögum muni sambandið hitta aðila sem komi til greina í starf nýs þjálfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert