Langþráð endurkoma hjá Kolbeini

Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Englendingum á EM.
Kolbeinn Sigþórsson í leik gegn Englendingum á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kolbeinn Sigþórsson lék sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu í rúm tvö ár en hann kom inn á sem varamaður á 70. mínútu í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeildinni sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli.

Kolbeinn lék síðast með landsliðinu þegar það tapaði 5:2 fyrir Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í júní 2016.

Kolbeinn hefur skoraði 22 mörk í 44 landsleikjum og er annar markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en sá markahæsti er Eiður Smári Guðjohnsen með 26 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert