Lukaku kominn með á fimmta tug marka

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk gegn Íslendingum í kvöld.
Romelu Lukaku skoraði tvö mörk gegn Íslendingum í kvöld. AFP

Romelu Lukaku, framherji Belga, hefur nú skorað 43 mörk með belgíska landsliðinu í knattspyrnu en framherjinn stóri og stæðilegi skoraði tvö af mörkum Belga í 3:0 sigri gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli

Mörkin 42 hefur Lukaku skorað í 77 leikjum en þessi 25 ára gamli leikmaður Manchester United lék sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum.

mbl.is