Lukaku gladdi íslenska stráka

Romelu Lukaku fagnar marki á Laugardalsvelli í gærkvöld.
Romelu Lukaku fagnar marki á Laugardalsvelli í gærkvöld. mbl.is/Eggert

Romelu Lukaku var í aðalhlutverki í 3:0-sigri Belgíu á Íslandi í Þjóðadeildinni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöld þar sem hann skoraði tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu.

Eftir leik gaf þessi 25 ára gamli stjörnuframherji Manchester United sér góðan tíma til að fagna með um 600 stuðningsmönnum Belgíu sem studdu sína menn úr minni stúku vallarins. 

Belgíski miðillinn La DH greinir svo frá því að Lukaku hafi glatt íslenska táninga með því að gefa þeim treyjuna sína, en óskýrt myndband af því má sjá hér að neðan.

Uppfært: Samkvæmt frétt La DH áttu íslenskar stúlkur að hafa fengið treyju Lukaku en hið rétta er að bræður úr Hafnarfirði voru þeir heppnu sem hlutu treyjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert