Ekkert ólöglegt hjá Cheryshev

Denis Cheryshev.
Denis Cheryshev. AFP

Den­is Denis Cheryshev, stjörnu­leikmaður Rúss­lands á HM í fót­bolta í sum­ar, hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hann hafi notað ólögleg efni í aðdrag­anda heimsmeistaramóts­ins.

Spænska lyfja­eft­ir­lit­ið greindi frá þessu í dag en það fann engar vísbendingar um að Cheryshev hefði notað ólögleg efni og hefur málinu verið lokað að þess hálfu. Rússneski framherjinn gekk í raðir spænska liðsins Valencia í síðasta mánuði en hann er í láni þar frá Villareal.

Cheryshev skoraði fjögur mörk fyrir Rússa í fimm leikjum á HM en gestgjafarnir komu mjög á óvart á mótinu með því að komast í 8-liða úrslitin.

mbl.is