Tímamótaleikur hjá markamaskínunni

Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski. AFP

Pólska markamaskínan Robert Lewandwoski leikur tímamótaleik með þýsku meisturunum í Bayern München þegar þeir taka á móti Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Lewandwoski er með ótrúlega tölfræði en í þeim 199 leikjum sem hann hefur spilað með Bayern München hefur hann skorað 157 mörk. Pólverjinn hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum Bæjara í deildinni á tímabilinu og þeir eru fáir sem veðja á móti því að hann verði markakóngur deildarinnar enn eitt árið.

Næsti leikur hans með pólska landsliðinu verður líka tímamótaleikur en þá spilar hann sinn 100. leik. Í 99 leikjum með Pólverjum hefur hann skorað 55 mörk.

mbl.is