Rakel skoraði en tapaði áttunda í röð

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonurnar Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir töpuðu í dag gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með liði Limhamn Bunkeflo þegar liðið tapaði fyrir Hammarby á heimavelli, 3:1.

Rakel kom liðinu þó yfir í leiknum með marki á 26. mínútu en Hammarby svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik. Rakel og Anna Björk spiluðu báðar allan leikinn með liði Limhamn, en eftir þessi úrslit er liðið með 14 stig í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur tapað átta leikjum í röð. Vittsjö kemur þar fyrir ofan með 20 stig og Hammarby hefur 21 stig, svo róðurinn er mjög þungur að forðast fall.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn með Rosengård sem tapaði fyrir Linköping, 2:1. Rosengård var 1:0 yfir í hálfleik en tveir leikmanna liðsins fengu að líta rautt spjald eftir hlé og niðurstaðan varð tap. Rosengård féll niður í þriðja sætið eftir þessi úrslit, er þar með 33 stig en Gautaborg er á toppnum með 37 stig og Piteå hefur 36 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert