Gleðidagur fyrir knattspyrnuáhugafólk

Lionel Messi og félagar taka á móti hollensku meisturunum í …
Lionel Messi og félagar taka á móti hollensku meisturunum í PSV á Camp Nou í dag. AFP

Það er gleðidagur fyrir knattspyrnuáhugafólk út um víða veröld því í dag verður flautað til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sterkustu og bestu deild í heimi.

Átta leikir fara fram í dag og á morgun og athygli er vakin á breyttum leiktíma í Meistaradeildinni á þessu tímabili en nú hefjast nokkrir leikir klukkan 16.55 og aðrir klukkan 19. Þegar vetrartíminn gengur í garð verða leiktímarnir 17.55 og 20.

Leikir dagsins eru:

A-riðill:
19.00 Club Brügge - Dortmund
19.00 Monaco - Atlético Madrid

B-riðill:
16.55 Barcelona - PSV
16.55 Inter - Tottenham

C-riðill:
19.00 Rauða Stjarnan - Napoli
19.00 Liverpool - Paris SG

D-riðill:
19.00 Galatasaray - Lokomotiv Moskva
19.00 Schalke - Porto

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert