Hálf öld frá jafntefli Vals og Benfica og vallarmetinu

18.243 áhorfendur sáu viðureign Vals og Benfica á Laugardalsvellinum fyrir …
18.243 áhorfendur sáu viðureign Vals og Benfica á Laugardalsvellinum fyrir hálfri öld. Ljósmynd/Valur

Fyrir nákvæmlega 50 árum, 18. september árið 1968, mættu 18.243 áhorfendur á fótboltaleik á Laugardalsvellinum og settu vallarmet sem stóð í 36 ár.

Stjörnum prýtt lið Benfica frá Portúgal heimsótti þá Valsmenn í fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða en þetta var fyrri viðureign liðanna. Með Benfica léku nokkrir af bestu leikmönnum portúgalska landsliðsins, sem fékk bronsverðlaun á HM á Englandi 1966, en þeirra frægastur var framherjinn Eusébio, markakóngur HM, sem var í hópi bestu knattspyrnumanna heims um árabil og skoraði 580 mörk í 575 leikjum á ferlinum.

Valsmenn náðu þar bestu úrslitum íslensks félagsins til þess tíma, og lengi þar á eftir en leikurinn endaði 0:0 sem þótti nánast kraftaverk gegn slíku liði.

Sigurður Dagsson átti stórleik í marki Vals og mikið var fjallað um frammistöðu Páls Ragnarssonar sem gerði Eusébio nánast óvirkan í leiknum.

Auk þeirra léku þessir með Val í leiknum: Halldór Einarsson, Samúel Erlingsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Bergsveinn Alfonsson, Sigurður Jónsson, Ingvar Elísson, Hermann Gunnarsson, Reynir Jónsson og Gunnsteinn Skúlason. Þjálfari Vals var Óli B. Jónsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert