Grátlegt tap Tottenham – Messi með þrennu

Christian Eriksen skoraði fyrsta mark leiksins.
Christian Eriksen skoraði fyrsta mark leiksins. AFP

Tottenham mátti þola grátlegt tap fyrir Inter á útivelli í 1. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2:1, en Tottenham var yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. 

Eftir fremur rólegan fyrri hálfleik kom Christian Eriksen Tottenham yfir á 53. mínútu er hann skaut í varnarmann og boltinn sveif yfir Samir Handanovic í marki Inter. Eftir það var enska liðið mun líklegra til að bæta við en heimamenn að jafna, en Handanovic var sterkur á milli stanganna og varði nokkrum sinnum vel. 

Jöfnunarmarkið kom svo á 85. mínútu er Mauro Icardi skoraði með glæsilegu skoti á lofti utan teigs eftir fyrirgjöf frá vinstri. Eftir það sótti Inter til sigurs og það borgaði sig því Matías Vecino skoraði með skalla af stuttu færi í uppbótartíma og þar við sat. 

Í Barcelona var argentínski galdramaðurinn Lionel Messi í aðalhlutverki eins og svo oft áður. Messi skoraði þrjú mörk í 4:0-sigri á PSV Eindhoven frá Hollandi. Messi skoraði eina mark fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu. 

Ousmane Dembélé tvöfaldaði forskotið með langskoti á 75. mínútu og annað mark Messi kom á 77. mínútu eftir sendingu Ivan Rakitic. Hann fullkomnaði svo þrennuna á 88. mínútu og þar við sat. Messi hefur skorað átta þrennur í Meistaradeildinni. 

Eins og oft áður var Lionel Messi í aðalhlutverki.
Eins og oft áður var Lionel Messi í aðalhlutverki. AFP
Inter 2:1 Tottenham opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert