Vorum með yfirburði þangað til í lokin

Mauricio Pochettino fylgist með sínum mönnum í dag.
Mauricio Pochettino fylgist með sínum mönnum í dag. AFP

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, við vorum með yfirburði allt þangað til í lokin, svo það er mjög erfitt að taka þessu. Þetta er besta frammistaðan okkar á leiktíðinni,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir svekkjandi 2:1-tap fyrir Inter á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 

Tottenham var með 1:0-forystu þangað til fimm mínútur voru til leiksloka og sneri Inter leiknum við í blálokin. 

„Það er pirrandi að þurfa að taka þessu, eftir svona góða frammistöðu. Við spiluðum betur núna því við höfum lagt hart að okkur á æfingum, en svo var okkur refsað fyrir mistök. Við verðum að halda áfram að leggja mikið á okkur,“ sagði hann. 

mbl.is