City setti vafasamt met í kvöld

Manchester City tapaði 2:1 fyrir Lyon í Meistaradeildinni í kvöld.
Manchester City tapaði 2:1 fyrir Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City setti vafasamt met í Meistaradeild Evrópu í kvöld. City tapaði 2:1 fyrir franska liðinu Lyon á Etihad-vellinum í Manchester í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar en liðin leika í F-riðli keppninnar ásamt Shakhtar Donetsk og Hoffenheim.

City vann ensku úrvalsdeildina með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð en liðinu hefur ekki gengið vel í Meistaradeildinni undanfarin ár. Athygli vekur að tapið í kvöld var fjórða tap liðsins í keppninni í röð.

City féll úr leik í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð í átta liða úrslitum keppninnar en liðið tapaði fyrir Liverpool, 3:0, á Anfield og svo 2:1 á Etihad-vellinum í seinni leik liðanna. Þá tapaði liðið lokaleik sínum í riðlakeppninni á síðustu leiktíð gegn Basel, 2:1.

Tapið í kvöld var því fjórða tap Manchester City í Meistaradeildinni í röð en ekkert enskt lið hefur tapað fjórum leikjum í röð frá því Meistaradeildin var fyrst sett á laggirnar í núverandi mynd árið 1992.

mbl.is