Martraðarbyrjun Ronaldo í Meistaradeildinni

Cristiano Ronaldo fékk að líta beint rautt spjald í leik ...
Cristiano Ronaldo fékk að líta beint rautt spjald í leik Juventus og Valencia í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður ítalska félagsins Juventus og besti knattspyrnumaður heims, átti ekki sína bestu frumraun með Juventus í Meistaradeildinni í kvöld þegar Juventus sótti Valencia heim á Spáni í G-riðli Meistaradeildar Evrópu en hann lét reka sig af velli á 29. mínútu.

Ronaldo sló til varnarmanns Valencia og fékk að líta beint rautt spjald en þetta var hans fyrsti Meistaradeildarleikur með Juventus síðan hann gekk til liðs við ítalska félagið frá Real Madrid í sumar. 

Staðan í leiknum er 1:0 fyrir Juventus en Miralem Pjanic kom Juventus yfir með marki úr vítaspyrnu á 45. mínútu. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar með 120 mörk en Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, er næstmarkahæstur með 103 mörk.

mbl.is