Arsenal ekki í vandræðum með Vorskla

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvívegis fyrir Arsenal í kvöld.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði tvívegis fyrir Arsenal í kvöld. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang var frábær í 4:2-sigri Arsenal gegn úkraínska liðinu Vorskla í E-riðli Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld en framherjinn skoraði tvívegis fyrir enska liðið, á 32. mínútu og 56. mínútu.

Danny Welbeck kom Arsenal í 2:0 í upphafi síðari hálfleiks og það var svo Mesut Özil sem skoraði fjórða mark Arsenal á 74. mínútu. Volodomir Chesnakov, fyrirliði Vorskla, minnkaði muninn fyrir úkraínska liðið á 77. mínútu og Vyacheslav Sharpar bætti svo við öðru marki Vorskla í uppbótartíma. 

Arsenal var mun sterkari aðilinn í leiknum og hefði enska liðið hæglega getað skorað fleiri mörk. Í hinum leik E-riðils vann Sporting 2:0-sigur í Portúgal gegn Hannesi Þór Halldórssyni og liðsfélögum hans í Qarabag en Hannes sat allan tímann á varamannabekk Qarabag í leiknum.

Það voru þeir Raphinha og Jovane Cabral sem skoruðu mörk Sporting og Arsenal og Sporting eru því bæði í efstu sætum riðilsins með 3 stig hvor eftir fyrstu umferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert