„Við erum ekki konur“

Cristiano Ronaldo brast í grát eftir að hafa fengið að …
Cristiano Ronaldo brast í grát eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í gær. AFP

Emre Can, miðjumaður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, hefur komið sér í vandræði eftir ummæli sem hann lét falla eftir að Cristinao Ronaldo, sóknarmaður Juventus, fékk að líta rauða spjaldið í leik Juventus og Valencia í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærdag.

Ronaldo var rekinn af velli eftir viðskipti sín við Jeison Murillo, varnarmann Valencia, en Ronaldo átti að hafa togað í hár varnarmannsins. Can mætti í viðtöl eftir leik og lét dómara leiksins, Felix Brych, heyra það.

„Þetta var aldrei rautt spjald. Ég er búinn að sjá atvikið og ég var að heyra núna að þetta hefði verið rautt spjald því hann togaði í hár varnarmannsins. Við erum ekki konur, við erum að spila fótbolta.“

„Ef þú ætlar að gefa rautt spjald á þetta þá er hægt að reka menn af velli fyrir nánast hvað sem er í dag. Þetta var aldrei rautt spjald,“ sagði Can enn fremur en hann var harðlega gagnrýndur fyrir niðrandi ummæli í garð kvenna og hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert