Fyrsti deildarleikur Arnórs í Rússlandi

Arnór Sigurðsson lék með CSKA Moskvu í dag.
Arnór Sigurðsson lék með CSKA Moskvu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson spilaði í dag sinn fyrsta deildarleik fyrir rússneska úrvalsdeildarliðið CSKA Moskvu. Hann kom þá inn á sem varamaður á 72. mínútu í grannaslag gegn Spartak Moskvu. 

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Hörður Björgvin Magnússon lék ekki með CSKA vegna meiðsla. CSKA Moskva er með 13 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir átta leiki.

Arnór varð á dögunum yngsti íslenski leikmaðurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu er hann kom inn á sem varamaður gegn Viktoria Plzen.  

mbl.is