Glódís skoraði í Íslendingaslag

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eitt marka Rosengård í 3:0-heimasigri á Kristianstad í Íslendingaslag í efstu deild Svíþjóðar í fótbolta í dag.

Glódís skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og er hún búin að skora fjögur deildarmörk á tímabilinu, en hún hefur ekki skorað eins mikið á einu tímabili síðan hún gerðist atvinnumaður árið 2015.

Glódís, markahæsti leikmaður landsliðsins í ár, spilaði allan leikinn í vörn Rosengård og Sif Atladóttir gerði slíkt hið sama í vörn Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstad. Rosengård er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, þremur minna en topplið Piteå. 

Piteå vann 1:0-útisigur á Djurgården í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Djurgården en Guðbjörg Gunnarsdóttir fór meidd af velli á 39. mínútu. Djurgården er í 8. sæti með 23 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert