Heimir og lærisveinar meistarar

Heimir Guðjónsson vann færeyska meistaratitilinn í dag.
Heimir Guðjónsson vann færeyska meistaratitilinn í dag. mbl.is/Eggert

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB frá Þórshöfn tryggðu sér í dag Færeyjameistaratitilinn í knattspyrnu.

HB vann í dag 2:1 útisigur á KÍ í Klaksvík og er með 16 stiga forskot í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir. Þetta var 23. meistaratitill HB og sá fyrsti í fimm ár.

Brynjar Hlöðversson lék allan tímann með HB í dag og Grétar Snær Gunnarsson lék síðasta hálftíma leiksins.

Heimir tók við þjálfun HB fyrir tímabilið og skrifaði á dögunum undir nýjan eins árs samning við félagið. Heimir er vanur því að vinna titla en undir hans stjórn varð FH fimm sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert