Tíu Börsungar töpuðu stigum

Lionel Messi var ekki sáttur í leikslok.
Lionel Messi var ekki sáttur í leikslok. AFP

Barcelona tapaði stigum er liðið fékk Girona í heimsókn í efstu deild Spánar í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 2:2, en Barcelona spilaði manni færri frá 35. mínútu. 

Lionel Messi kom Barcelona yfir á 19. mínútu áður en Clément Lenglet fékk beint rautt spjald á 35. mínútu. Girona nýtti sér liðsmuninn og Christian Stuani skoraði undir lok fyrri hálfleiks og snemma í síðari hálfleik og kom Girona yfir. 

Tíu leikmenn Barcelona gáfust hins vegar ekki upp og Gerard Piqué jafnaði metin á 63. mínútu og þar við sat. Stigin eru þau fyrstu sem Barcelona tapar á leiktíðinni. Barcelona og Real Madrid eru jöfn á toppi deildarinnar með 13 stig. Girona er í sjötta sæti með átta stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert